fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433

Fjórar unglingalandsliðsstelpur í Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 27. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Fylkis hefur fengið góðan liðsstyrk en félagið hefur samið við fjóra efnilega leikmenn, þær Evu Rut Ásþórsdóttur, Írisi Unu Þórðardóttur, Kötlu Maríu Þórðardóttur og Tinnu Harðardóttur.

Eva Rut er fædd árið 2001, uppalin í Aftureldingu en kemur til félagsins frá HK/Víking, þar sem hún spilaði 15 leiki í sumar og skoraði 3 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 51 leik í meistaraflokki. Eva hefur spilað 18 leiki með yngri landsliðum Íslands og var nýverið valin í U-19 hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Íris Una er fædd árið 2001 og kemur frá Keflavík. Hún á að baki 74 meistaraflokksleiki með Keflavík. Þá hefur Íris spilað 22 leiki með yngri landsliðum Íslands og var nýverið valin í U-19 hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Katla María er fædd árið 2001 og kemur frá Keflavík. Hún á að baki 77 meistaraflokksleiki með Keflavík. Þá hefur Katla spilað 33 leiki með yngri landsliðum Íslands. Katla, líkt og þær Eva Rut og Íris, er í U-19 hópnum sem leikur tvo vináttuleiki við Svíþjóð í byrjun nóvember.

Tinna er fædd árið 2003, uppalin í Breiðablik. Árið 2018 spilaði Tinna með Augnablik í 2. deildinni en þar spilaði hún 9 leiki og skoraði í þeim 9 mörk. Tinna missti af síðasta tímabili vegna meiðsla en endurhæfing hefur gengið vel og gerum við ráð fyrir að Tinna geti hafið æfingar með liðinu fljótlega. Tinna hefur spilað 9 leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur í Fylki. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið þessa efnilegu leikmenn til okkar, leikmenn sem hafa mikinn metnað, vilja til að bæta sig og vilja æfa mikið. Við ætlum okkur að gefa þeim tækifæri til þess, vaxa og dafna, og erum fullviss um að þær muni styrkja okkar góða hóp og vera framtíðarleikmenn hjá Fylki. Við erum mjög spennt fyrir komandi tímum hér í Árbænum“ segir Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík