fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Fá bestu konurnar erlendis sömu laun og karlarnir í Val?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. október 2019 20:52

Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, ræddi ítarlega við RÚV í viðtali sem var birt í kvöld.

Alexandra er ein af vonarstjörnum Íslands en hún er gríðarlega efnileg og spilaði stórt hlutverk með Blikum í sumar.

Það er þó ekki alltaf dans á rósum að vera knattspyrnumaður í kvennaflokki en eins og þekkt er þá eru launin þar langt frá því að vera þau sömu og í karlaflokki.

Alexandra er sjálf að mennta sig í háskóla Reykjavíkur en hún lærir þar heilbrigðisverkfræði.

Í samtali við RÚV þá segir Alexandra að bestu atvinnumenn kvenna fái um það bil sömu laun og karlar fá hér heima fyrir að spila í efstu deild.

„Ég byrjaði í HR núna eftir sumarið í heilbrigðisverkfræði. Það gengur. Erfitt með fótboltanum og sérstaklega öllum ferðunum núna, en þetta gengur,sagði Alexandra við RÚV.

„Ef ég væri af hinu kyninu þá væri ég alveg til í að vera bara úti núna og vera ekkert að pæla í að ég þyrfti að fara að mennta mig eða eitthvað svoleiðis.“

,,En þetta er alveg eitthvað sem að við þurfum að pæla í þegar við erum hættar í fótbolta og meira segja meðan við erum í fótbolta ef við erum ekki bara að spila erlendis.“

,,Bestu leikmenn erlendis eru að fá svipað mikið og karlarnir í Val. Þannig að þetta er alveg eitthvað sem við þurfum að pæla í meira en karlarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur