Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, telur sig vita af hverju Mesut Özil fær ekkert að spila hjá Arsenal.
Özil er svo sannarlega í kuldanum hjá Unai Emery en hann gerði nýjan risasamning við liðið í janúar í fyrra.
Cole telur að stjórn Arsenal hafi áttað sig á mistökum og reyna að losna við Özil sem er launahæsti leikmaður liðsins.
,,Hefur Emery efni á því að vilja ekki nota Özil? Við getum ekki efast um hans gæð og það sem hann hefur afrekað,“ sagði Cole.
,,Kannski gerðu þeir mistök með því að gefa honum samninginn til að missa hann ekki en nú vilja þeir ekki borga honum.“
,,Er einhver í stjórninni að segja stjóranum að nota hann ekki?“