Það var allt lið Arsenal sem tók ákvörðun um að Mesut Özil myndi ekki spila fyrir liðið í síðustu leikjum.
Unai Emery, stjóri liðsins, staðfesti það í gær en Özil hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik.
Það voru fleiri en Emery sem tóku þessa ákvörðun og segir hann að allir standi saman.
,,Við erum með ákveðið plan sem félag og sem lið. Það mikilvægasta er félagið og spilamennskan,“ sagði Emery.
,,Við höfum allir rætt saman og tókum þessa ákvörðun. Ég veit að allir stuðningsmenn vilja vita hvað sé í gangi en nú er ekki rétti tíminn. Það er ekki rétt að tala um hann núna.“