Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, reif sig úr að ofan og sagði stuðningsmönnum liðsins að fara til fjandans í dag.
Xhaka var tekinn af velli í leik gegn Crystal Palace og þá var baulað hressilega á miðjumanninn.
Unai Emery, stjóri Arsenal, viðurkennir að viðbrögð Xhaka hafi ekki verið ásættanleg.
,,Það sem Xhaka gerði var rangt. Við þurfum að halda ró okkar og tala við hann,“ sagði Emery.
,,Hann brást ekki rétt við. Við erum hér því við eigum okkar stuðningsmenn. Við vinnum fyrir félagið en spilum fyrir þá.“
,,Við þurfum að sýna þeim virðingu, bæði þegar þeir hrósa þér og gagnrý