Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg í dag sem mætti Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni.
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í Wolfsburg en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Alfreð spilaði 77 mínútur fyrir Augsburg í jafnteflinu en tókst ekki að skora að þessu sinni.
Stigið var þó gott á útivelli fyrir Augsburg sem er í fallsæti en Wolfsburg er í fjórða sætinu.