Hollywood stjarnan Arnold Schwarzenegger fylgist með enska boltanum sem kannski fáir vissu.
Schwarzenegger er þekktastur fyrir það að leika í Terminator myndunum sem voru afar vinsælar á sínum tíma.
Hann er orðinn 72 ára gamall í dag en fylgist reglulega með sínum mönnum í Liverpool.
,,Ég er aðdáandi Liverpool. Þeir eru ekki alltaf sigursælir en nú er allt að ganga upp,“ sagði Schwarzenegger.
,,Stundum, og ég skil ekki af hverju, þá tapa þeir heimskulega og svo svara strax fyrir sig. Þegar þeir segja ‘ég sný aftur’ þá gera þeir það.“
Liverpool mætir Tottenham á morgun og mun hann væntanlega fylgjast með þeim leik.