Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, var að vonum súr á svip í gær eftir leik við Leicester City.
Southampton tapaði 9-0 á heimavelli sem er stærsti útisigur í sögu deildarkeppni Englands.
,,Ég þarf að biðjast afsökunar á þessari frammistöðu. Ég tek 100 prósent ábyrgð á þessu,“ sagði Hasenhuttl.
,,Ég er stoltur af stuðningsmönnunum fyrir að fara ekki heim snemma. Það var ekki auðvelt að horfa á þetta.“
,,Þeir gerðu vel með því að standa með okkur. Við þurfum að biðjast fyrirgefningar og standa upp aftur.“
,,Það er hægt að segja að við höfum gefist upp, að við höfum verið hjálparlausir. Þetta var stórslys.“
,,Ég gat ekki ímyndað mér að þetta væri hægt. Ég hef aldrei upplifað annað eins.“