Sverrir Ingi Ingason fékk tækifæri hjá PAOK í dag sem spilaði við Volos í grísku úrvalsdeildinni.
Ríkjandi meistarar PAOK byrja tímabilið vel en liðið er án taps á toppi deildarinnar með 20 stig.
Sverrir hefur fengið að spila undanfarið og hélt liðið hreinu með hann í hjarta varnarinnar.
PAOK vann 2-0 útisigur á Volos og er stigi ofar en Olympiakos sem á þó leið til góða.