Atletico Madrid 2-0 Athletic Bilbao
1-0 Saúl
2-0 Alvaro Morata
Atletico Madrid vann sterkan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Athletic Bilbao.
Það var boðið upp á fínasta leik á heimavelli Atletico en tvö mörk voru skoruð.
Saúl Niguez gerði það fyrra fyrir Atletico í fyrri hálfleik og bætti Alvaro Morata við öðru í seinni.
Atletico er nú í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, líkt og Barcelona sem er með betri markatölu.