Starfsmenn Slavia Prague í Tékklandi eru öskuillir út í stórstjörnurnar í Barcelona eftir leik liðanna á dögunum.
Barcelona heimsótti Slavia í Meistaradeildinni og tókst að vinna 2-1 útisigur þrátt fyrir ósannfærandi frammistöðu.
Stjörnurnar fóru alls ekki vel með búningsklefa Slavia og var rusl út um allt á gólfinu og annars staðar.
Þeir gengu ekki frá eftir sig og er óhætt að segja að mannasiðirnir hafi ekki verið upp á tíu.
Leikmenn Barcelona fá mikla gagnrýndi í Tékklandi fyrir þessa framkomu og skiljanlega.
Myndir af þessu má sjá hér.