Morgan Schneiderlin, leikmaðuir Everton, telur að hann hafi yfirgefið Manchester United of snemma.
Schneiderlin eyddi 18 mánuðum hjá United áður en Everton keypti hann á 20 milljónir punda.
Hann spilaði aðeins 14 mínútur á fyrsta tímabili Jose Mourinho og var ekki lengi að leita að nýju félagi.
,,Ég vildi gera meira og ég gat gert það. Kannski fór ég of snemma þegar ég spilaði ekki í þrjá mánuði,“ sagði Schneiderlin.
,,Þegar ég horfi á aðra leikmenn sem náðu árangri hjá Manchester United þá gengu þeir í gegnum það sama.“