Ótrúlegt atvik átti sér stað í þýsku B-deildinni í gær er lið Bochum heimsótti Holsten Kiel.
Kiel komst yfir í leik gærdagsins en áður en fyrri hálfleik lauk þá voru gestirnir búnir að jafna.
Það mark kom af vítapunktinum en það er óhætt að segja að sá dómur hafi verið virkilega sérstakur.
Leikmaður Bochum átti skot að marki Kiel sem var á leið langt framhjá markinu og í átt að varamönnum Kiel.
Einn af varamönnum Kiel tók á móti skotinu en knötturinn var ekki farinn alla leið útaf þegar hann snerti boltann.
Dómari leiksins notaði VAR til að skoða atvikið og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu.
Sjón er sögu ríkari.