Manchester City var ekki í vandræðum með Aston Villa á heimavelli, í ensku úrvalsdeildinni i dag.
Það tók þó tíma fyrir City að brjóta Villa niður, það gerðist í upphafi síðari hálfleiks þegar Raheem Sterling kom liðinu yfir.
Kevin de Bruyne bætti við öðru markinu, Ilkay Gundogan bætti svo við þriðja markinu og þar við sat.
Fernandinho lét svo reka sig af velli eftir það, fékk tvö gul spjöld.
City er nú þremur stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn Tottenham á morgun.