Frank Lampard, stjóri Chelsea, veit ekki hvenær N’Golo Kante verður heill heilsu.
Kante hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli allt tímabilið og verður ekki með gegn Burnley í dag.
Lampard segir að Kante æfi ekki með Chelsea þessa stundina og veit ekki hvenær hann verður heill.
,,N’Golo verður ekki tilbúinn, hann æfir sjálfur þessa stundina og vinnur í líkamanum,“ sagði Lampard.
,,Við þurfum að ná þessu rétt núna því hann hefur verið inn og út á tímabilinu.“