Kolbeinn Birgir Finnsson fékk stórt tækifæri í sumar er hann gerði samning við Dortmund í Þýskalandi.
Kolbeinn er fæddur árið 1999 en hann var mikilvægur hlekkur í liði Fylkis í efstu deild í sumar.
Það var áður en Dortmund kom kallandi og gat leikmaðurinn að sjálfsögðu ekki hafnað því tilboði.
Kolbeinn byrjaði hjá varaliði Dortmund í dag sem spilaði við varalið Schalke.
Kolbeinn og félagar þurftu að sætta sig við heldur slæmt tap en eftir að hafa komist í 1-0 þá tapaði liðið 5-1.