Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ekkert að segja um vandamál Tottenham sem eru í gangi þessa stundina.
Tottenham hefur lítið getað undanfarnar vikur en mætir Liverpool í stórleik á morgun.
Klopp var spurður út í vandræði liðsins á blaðamannafundi en hann hefur ekkert um það að segja.
,,Ég get ekki tjáð mig um stöðu Tottenham. Þið eruð alltaf að biðja mig um að dæma hlutina utan frá, það er ekki hægt,“ sagði Klopp.
,,Þú verður að vera hluti af stöðunni til að skilja stöðuna.“