Jón Daði Böðvarsson fékk mínútur í dag er lið Millwall spilaði við Stoke í ensku Championship-deildinni.
Jón Daði hefur ekki átt fast sæti í liðinu á leiktíðinni eftir að hafa komið frá Reading í sumar.
Framherjinn lék um 20 mínútur í 2-0 sigri en tókst ekki að komast á blað að þessu sinni.
Millwall er í 15. sæti deildarinnar með 18 stig en Stoke er í bölvuðu basli í 23. sæti með átta stig.