Leikmenn Leicester City vissu að þeir gætu bætt met í gær er liðið spilaði við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester vann ótrúlegan 9-0 sigur á Southampton á útivelli sem er stærsti útisigur í sögu efstu deildar á Englandi.
Jonny Evans lét leikmenn vita í miðjum leik að þeir ættu möguleika á að bæta metið.
,,Við heyrðum af metinu þegar Jonny Evans kom hlaupandi að okkur í stöðunni 6-0 og sagði okkur frá því,“ sagði Vardy.
,,Við fórum alla leið og náuðum þess. Þetta var frábær sigur, frábær frammistaða og ég er himinlifandi fyrir hönd stuðningsmanna.“