Heimir Hallgrímsson þjálfaði lið HB í síðasta sinn í dag er liðið vann AB Argir í lokaleiknum í Færeyjum.
Heimir hefur samþykkt að taka við Val í efstu deild hér heima eftir tvö tímabil í Færeyjum.
HB vann deildina á fyrsta tímabili undir Heimi og vann þá færeyska bikarinn á þessu tímabili.
HB hafnaði í 4. sæti deildarinnar á þessari leiktíð, sex stigum á eftir NSI Runavik þar sem Guðjón Þórðarson þjálfar.
HB vann 2-1 útisigur á AB Argir í dag og spilaði Brynjar Hlöðversson í sigrinum.
NSI endar tímabilið í 3. sætinu eftir 3-1 sigur á IF Fuglafirði og er því á leið í Evrópukeppni.