Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður í gríðarlega svekkjandi tapi Everton á Englandi í dag.
Gylfi byrjaði á bekknum í 3-2 tapi Everton sem heimsótti Brighton í 10, umferð vetrarins.
Brighton vann 3-2 eftir sjálfsmark Lucas Digne sem hann skoraði á 94. mínútu í uppbótartíma.
West Ham og Sheffield United áttust við á sama tíma í London og gerð 1-1 jafntefli.
Ekkert mark var þá skorað þegar Watford og Bournemouth gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road.
Brighton 3-2 Everton
1-0 Pascal Gross
1-1 Adam Webster(sjálfsmark)
1-2 Dominic Calvert Lewin
2-2 Neil Maupay(víti)
3-2 Lucas Digne(sjálfsmark)
West Ham 1-1 Sheffield United
1-0 Robert Snodgrass
1-1 Lys Mousset
Watford 0-0 Bournemouth