Gylfi Þór Sigurðsson var ekki á meðal bestu leikmanna Everton í dag sem spilaði við Brighton.
Gylfi byrjaði leik dagsins á varamannabekknum en hann kom inná fyrir meiddan Bernard í fyrri hálfleik.
Miðjumaðurinn náði ekki að sýna mikið fyrir gestina en Everton þurfti að sætta sig við 3-2 tap að lokum.
Gylfi fær aðeins fimm í einkunn fyrir sína frammistöðu í einkunnagjöf the Liverpool Echo.
,,Hafði ekki mikil áhrif og missti af stóru tækæfir til að sanna af hverju hann á heima í byrjunarliðinu. Hafði engin áhrif í seinni hálfleik,“ sagði í einkunnagjöfinni.
Landsliðsmaðurinn skoraði í síðustu umferð en hann fékk þó ekki tækifæri í byrjunarliðinu í dag.