James Milner, leikmaður Liverpool, þarf að taka við reglulegu gríni vegna aldursins.
Hann greinir sjálfur frá þessu en Milner er orðinn 33 ára gamall og kominn á seinni ár ferilsins.
Virgil van Dijk er sá sem gerir mest grín að Milner sem er þó enn í toppstandi.
,,Mér líður bara eins. Ég bíð eftir þeim degi þar sem æfingarnar verða erfiðari en fyrir aðra,“ sagði Milner.
,,Það er alltaf gaman þegar ég spyr ungu strákana hvort að æfingin hafi verið erfið og þeir eru sammála.“
,,Virgil er mikið að grínast í mér – eitt af fögnunum hans var um þetta á síðustu leiktíð.“
,,Hann er alltaf að grínast. Þegar gamlir leikir eru í sjónvarpinu og jafnvel í svarthvítu þá spyr hann mig hvaða númer ég sé þarna.“