Það voru tveir Íslendingar í byrjunarliði Aalesund sem vann 2-1 sigur á Start í norsku B-deildinni í dag.
Aalesund er búið að tryggja sér sæti í efstu deild en liðið er með 73 stig á toppi deildarinnar.
Daníel Leo Grétarsson og Aron Elís Þrándarson byrjuðu í sigri dagsins en komust ekki á blað.
Start berst um að komast upp í efstu deild en Aron Sigurðarson lék allan leikinn með liðinu.