Leicester City vann gjörsamlega magnaðan sigur í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Southampton.
Southampton varð sér til skammar í kvöld og fékk níu mörk á sig á heimavelli.
Það er engin afsökun að liðið hafi misst mann af velli í fyrri hálfleik en þá gáfust einfaldlega allir upp.
Þetta var stærsti útisigur í sögu deildarkeppninnar á Englandi en munurinn var níu mörk.
Það er 131 ár síðan deildarkeppnin á Englandi fór af stað og er afrekið því magnað.
9 – Leicester have recorded the biggest-ever victory by an away side in an English top-flight league match in the 131-year history of the Football League. Supreme. pic.twitter.com/7VXJIYiGiW
— OptaJoe (@OptaJoe) 25 October 2019