Southampton 0-9 Leicester
0-1 Ben Chilwell(10′)
0-2 Youri Tielemans(17′)
0-3 Ayoze Perez(19′)
0-4 Ayoze Perez(39′)
0-5 Jamie Vardy(45′)
0-6 Ayoze Perez(57′)
0-7 Jamie Vardy(58′)
0-8 James Maddison(85′)
0-9 Jamie Vardy(víti, 95′)
Southampton varð ég algjörlega til skammar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Leicester.
Southampton missti mann af velli eftir 12 mínútur í stöðunni 1-0 fyrir Leicester en Ryan Bertrand fékk þá rautt spjald.
Eftir það fór allt úrskeiðis hjá heimamönnum sem fengu átta mörk á sig til viðbótar í 0-9 tapi.
Ayoze Perez skoraði þrennu í sigri Leicester sem og Jamie Vardy, framherji liðsins.
Leicester er nú með 20 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Liverpool.