Leicester City er gjörsamlega að valta yfir lið Southampton í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina.
Einn leikur var á dagskrá á þessum fína föstudegi en Southampton fékk Leicester í heimsókn.
Leicester er að vinna leikinn 0-5 þessa stundina þegar búið er að flauta fyrri hálfleikinn af.
Ryan Bertrand reyndist skúrkur Southampton en hann fékk beint rautt spjald eftir 12 mínútur.
Bertrand fór í fáránlega og groddaralega tæklingu snemma leiks og fékk verðskuldað rautt.
Brotið má sjá hér.