Mikael Anderson er að spila gríðarlega vel með liði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni þessa dagana.
Mikael er efnilegur vængmaður en hann spila í í 2-1 sigri á Esbjerg á útivelli í dag.
Hann byrjaði leikinn á varamannabekknum en var mættur inná í seinni hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Esbjerg.
Mikael jafnaði metin fyrir Midtjylland stuttu síðar og kom sigurmarkið svo sex mínútum síðar.
Midtjylland er með sjö stiga forskot á toppnum eftir sigurinn.
Hér má sjá markið.
Mark Mikaels í kvöld. pic.twitter.com/EzXSDRS088
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 25 October 2019