Zlatan Ibrahimovic hefur mögulega spilað sinn síðasta leik fyrir lið LA Galaxy í MLS-deildinni.
Zlatan og félagar töpuðu 5-3 gegn LAFC í gær í umspili MLS-deildarinnar þar sem Svíinn skoraði eitt mark.
Talið er að 38 ára gamall Zlatan sé á leið aftur til Evrópu en hann telur að MLS verði að halda sér svo einhver nenni að horfa.
,,Þetta snýst ekki um peninga. Ég á tvo mánuði eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Zlatan.
,,Ef ég verð áfram þá er það gott fyrir MLS deildina því heimurinn er að horfa. Ef ég fer þá man enginn eftir MLS.“