Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er sammála Roy Keane, goðsögn Manchester United.
Keane sagí í beinni útsendingu á dögunum að United ætti að fara út og ná í Harry Kane frá Tottenham og það strax.
Pochettino er sammála því að Kane eigi skilið að fá það besta sem mögulegt er á ferlinum.
,,Ég heyrði það sem hann sagði. Auðvitað þá virði ég hann sem leikmann og dáðist að honum,“ sagði Poch.
,,Þegar ég hlusta á hann þá er hann mjög skýr með sín orð. Auðvitað elskar hann góða leikmenn eins og Harry Kane.“
,,Ég er meira en sammála að Harry Kane eigi allt skilið.“