fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Hörður tjáir sig um brottreksturinn: „Á 3 mínútna fundi var mér fyrirvaralaust sagt upp störfum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á 3 mínútna fundi var mér fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir tæplega 20 ár,“ segir Hörður Magnússon sem var sagt upp störfum hjá Sýn í dag eftir tuttugu ára starf hjá fyrirtækinu.

Sjá einnig: Herði sagt upp hjá Sýn: Hafði starfað þar í 19 ár

Eins og DV greindi frá var þessum ástsæla og vinsæla íþróttafréttamanni sagt upp störfum í morgun og kom uppsögnin vinnufélögum Harðar á óvart, að því er heimildir DV herma.

Hörður tjáir sig um brottreksturinn í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann:

„Mitt líf hefur verið uppfullt oft á tíðum af óvæntum beygjum. Ein slík hrikti undir mínum stoðum í morgun. Á 3 mínútna fundi var mér fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir tæplega 20 ár. Hef reynt að vinna af heilindum og samviskusemi alla tíð. Vænst þykir mér að hafa kynnst mörgu frábæru fólki í gegnum tíðina. Ég hef verið heill þrátt fyrir atvinnutilboð annars staðar frá. Pepsi Mörkin voru ekki bara vinna. Þau standa mér næst. Í 9 ár án þess að missa úr þátt þá er það mest sem ég er stoltur af. Lýsingar á vettvangi í Moskvu Wembley, og Munchen eru eftirminnilegar sem og HM 2006. Ég kveð með söknuði. En það skyldi engan afskrifa mig. Góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt