fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Herði Magnússyni sagt upp hjá Sýn: Hafði starfað þar í 19 ár

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2019 14:30

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamanninum Herði Magnússyni hefur verið sagt upp störfum á íþróttadeild Sýnar. Þetta herma öruggar heimildir DV.is. Tíðindin koma mörgum á óvart enda Hörður lengi starfað sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hann hefur verið afar vinsæll í starfi sínu.

Herði var sagt upp störfum á fundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Hann hefur stýrt umfjöllunar stöðvarinnar um Pepsi Max-deildina til margra ára og hlotið mikið lof fyrir.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, yfirmaður íþróttadeildar Sýnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og þá náðist ekki í Hörð við vinnslu fréttarinnar. Hörður hefur fest sig í sessi sem einn ástsælasti íþróttafréttamaður í sögu Íslands en knattspyrnuferill hans var einnig afar merkilegur.

Uppsagnir hafa verið nokkuð tíðar hjá Sýn undanfarið. Þannig var hinn virti knattspyrnusérfræðingur, Hjörvar Hafliðason, rekinn á dögunum.

Samkvæmt heimildum DV hefur samstarfsmönnum Harðars verið tilkynnt um þetta, komu tíðindin öllum í opna skjöldu. Hörður hafði starfað sem íþróttafréttamaður í 19 ár hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt