Dómararnir í leik Roma og Borussia Monchgengladbach viðurkenndu mistök í leik gærdagsins.
Um var að ræða leik í Evrópudeildinni en honum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Roma.
Í uppbótartíma fékk Gladbach vítaspyrnu en dæmd var hendi á varnarmanninn Chris Smalling.
Í endursýningum má sjá að boltinn fer aldrei í hönd leikmannsins heldur beint í andlitið.
Roma gaf frá sér stutta tilkynningu í gær en stjórn félagsins ræddi við dómarana eftir lokaflautið.
Þeir viðurkenndu eigin mistök sem gæti reynst ansi dýrkeypt í riðlakeppninni.
#ASRoma’s management spoke to the match officials after the game and they admitted that the decision to award the penalty was a mistake. We respect and thank them for their genuine honesty and now we focus on the next game. #ForzaRoma pic.twitter.com/tyPZlJxMxE
— AS Roma English (@ASRomaEN) 24 October 2019