Bardagamaðurinn umdeildi Conor McGregor er knattspyrnuaðdáandi og fylgist með Evrópuboltanum.
McGregor var í gær spurður að því hver væri hans uppáhalds leikmaður og nefndi hann leikmann Arsenal.
Kieran Tierney, bakvörður Arsenal, er í uppáhaldi hjá McGregor en þeir þekkja hvorn annan nokkuð vel.
,,Það er ungur leikmaður sem heitir Kieran Tierney. Hann var fyrirliði Celtic og fór svo til Arsenal,“ sagði McGregor.
,,Hann hefur verið frábær stuðningsmaður fyrir mig, hann styður mig á hvrju ári.“
,,Hann er stórkostlegur fótboltamaður. Fylgisti með honum, hann hefur skrifað undir hjá Arsenal.“
,,Ég ræði reglulega við hann. Hann er frábær náungi, góður strákur og ég held með honum.“