Heimir Hallgrímsson og félagar í Al-Arabi þurftu að sætta sig við tap í efstu deild í Katar í kvöld.
Al-Arabi lék við lið Al-Rayyan á heimavelli en eftir að hafa komist yfir þá tapaði liðið, 1-2.
Yacine Brahimi, fyrrum stjarna Porto, er á meðal leikmanna Al-Rayyan og skoraði fyrra mark liðsins.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni hjá Al-Arabi sem er nú í fjórða sæti eftir tvö töp í röð.
Al-Rayyan er á toppnum, fimm stigum á undan Heimi og félögum.