Jack Rodwell, fyrrum undrabarn Everton, er óvænt á leiðinni til ítalska stórliðsins AS Roma.
Frá þessu greina miðlar kvöldsins en Rodwell er án félags þessa stundina og er því fáanlegur á frjálsri sölu.
Rodwell er 28 ára gamall miðjumaður en hann yfirgaf lið Blackburn Rovers í sumar.
Hann hefur lítið getað undanfarin ár og var hjá Sunderland í fjögur ár á risalaunum en sýndi ekkert á vellinum.
Talað var um að Emil Hallfreðsson gæti verið á leið til Roma en félagið virðist hafa kosið Rodwell.