Stuðningsmenn Arsenal eru að fá sig full sadda á spilamennsku liðsins undir Unai Emery.
Emery hefur stýrt liði Arsenal undanfarna 18 mánuði en gengið hefur lítið batnað undir hans stjórn.
Margir eru verulega pirraðir á því að Mesut Özil fái engin tækifæri og er sjaldan í leikmannahópnum.
Sumir mættu með borða á Emirates í kvöld þar sem Arsenal spilar gegn Vitoria frá Portúgal í Evrópudeldinni.
Sungið var nafn Özil hátt og mikið í stúkunni og biðja menn Emery um að taka hann úr frystikistunni.
Sumir kalla einnig eftir því að Emery fari eins og sjá má hér.