Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, var pirraður í gær eftir sigur liðsins á Slavia Prag.
Barcelona var alls ekki sannfærandi í leiknum þrátt fyrir 2-1 sigur og áttu heimamenn frá Tékklandi mun meira skilið.
,,Við spiluðum ekki í þeim gæðaflokki sem við vildum spila en sem betur fer fengum við þrjú stig,“ sagði Ter Stegen.
,,Það skiptir mestu máli en það er nauðsynlegt að við tölum um hlutina. Við þurfum að ræða málin okkar á milli.“
,,Ég mun ekki segja það hérna en það eru margir hlutir sem þarf að bæta – nokkrir hlutir.“