Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var sáttur með sína menn í kvöld eftir leik við Partizan.
Eitt mark dugði United til sigurs í Serbíu en Anthony Martial skoraði eina markið úr vítaspyrnu.
,,Í svona leikjum, þegar við skorum fyrsta markið þá þurfum við að læra að ná því seinna og svo því þriðja,“ sagði Solskjær.
,,Við fengum mörg tækifæri til að tryggja örugga forystu en við gáfum boltann ekki fram á við.“
,,Við vörðumst mjög vel í vítateignum. Við sýndum vilja þar. Við hefðum getað varist betur ofar á vellinum.“
,,Við hefðum átt að stöðva þá, þeir ýttu okkur aftar og við þurfum að pressa betur. Við héldum þó aftur hreinu.“