Arsenal vann ótrúlegan sigur í Evrópudeildinni í kvöld er liðið mætti Vitoria frá Portúgal.
Gestirnir frá Portúgal komust tvisvar yfir í leik kvöldsins og var Arsenal lengi í vandræðum á eigin heimavelli.
Nicolas Pepe reyndist þó hetja Arsenal en hann spilaði rúmlega 15 mínútur í kvöld.
Pepe skoraði tvö mörk fyrir Arsenal eftir innkomuna og þau voru bæði úr aukaspyrnu. Frábær frammistaða frá honum.
Íslendingar voru í sigurliðum en bæði Malmö og Krasnodar fengu þrjú mikilvæg stig.
Arnór Ingvi Traustason lék í 2-1 sigri á Lugano og Jón Guðni Fjóluson kom við sögu er Krasnodar vann 0-2 útisigur á Trabzonspor.
Hér má sjá helstu úrslit kvöldsins.
Arsenal 3-2 Vitoria
0-1 Marcus Edwards
1-1 Gabriel Martinelli
1-2 Bryan Duarte
2-2 Nicolas Pepe
3-2 Nicolas Pepe
Malmö 2-1 Lugano
1-0 Noam Baumann
2-0 Guillermo Molins
2-1 Alexander Gerndt
Trabzonspor 0-2 Krasnodar
0-1 Marcus Berg
0-2 Tonny Vilhena
Celtic 2-1 Lazio
0-1 Manuel Lazzari
1-1 Ryan Christie
2-1 Christopher Jullien
Sporting 1-0 Rosenborg
1-0 Yannick Bolasie