fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Heimir sækir í það sem hann þekkir best: Eiríkur verður markmannsþjálfari Vals

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. október 2019 13:37

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Vals og Eiríkur Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að Eiríkur verði í þjálfarateymi meistaraflokks Vals í knattspyrnu karla til næstu 3ja ára sem markmannsþjálfari.

Eiríkur sem er sálfræðingur að mennt lék á árum áður með Breiðablik, HK, Víking og Sindra á að baki 13 leiki með U19 og U16 ára landsliðum Íslands. Eiríkur hóf sinn þjálfaraferil í Fram 2005 en ári síðar gekk hann til liðs við FH þar sem hann var í 14 ár og vann með félaginu 6 Íslandsmeistaratitla og 2 bikarmeistaratitla.

Eiríkur og Heimir sameina þar með krafta sína saman að nýju en þeir störfuðu áður saman hjá FH. Heimir var ráðinn þjálfari Vals á dögunum.

„Mjög ánægður að fá tækifæri með Val og vinna í því metnaðarfulla umhverfi sem félagið hefur skapað og vinna með öllu því góða fólki sem er í félaginu,“ sagði Eiríkur um nýja starfið en hann fór frá FH á dögunum.

Heimir fagnar komu Eiríks. „Við Eiríkur höfum áður átt í samstarfi sem var farsælt og gott og það er frábært að fá tækifæri á að vinna saman að nýju“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“