Það kom talsvert á óvart þegar Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton, gegn West Ham um liðna helgi. Gylfi eins og fleiri leikmenn Everton hafði ekki spilað vel, Marco Silva, stjóri Everton fór í breytingar.
Everton vann 2-0 sigur á West Ham en Gylfi kom inn af bekknum og skoraði geggjað mark undir lok leiksins.
Alex Iwobi byrjaði í stöðunni sem Gylfi leikur iðulega í. Þrátt fyrir að byrja á bekknum er Gylfi í 28 sæti yfir bestu leikmenn deildarinnar.
Það er Sky Sports sem tekur saman alla tölfræði þætti leikmanna og telja síðustu fimm umferðir. Þar skorar Gylfi vel.
Listinn um þetta er hér að neðan.