fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Pirruð stórstjarna tók á móti Jóa Kalla: Nakinn með sígarettu í kjaftinum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 19:33

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson átti frábæran feril sem leikmaður en hann er í dag þjálfari ÍA í efstu deild hér heima.

Jói Kalli lék eitt sinn með liði Real Betis á Spáni en hann var þar í þrjú ár frá 2001 til 2004.

Þar lék hann með manni að nafni Joaquin sem margir knattspyrnuaðdáendur kannast við.

Joaquin er 38 ára gamall í dag og er enn að spila með Betis. Hann hefur þó komið við hjá Valencia, Malaga og Fiorentina á ferlinum.

Jói Kalli var gestur í hlaðvarpsþættinum frábæra Draumaliðið þar sem hann fer yfir málin með Jóa Skúla sem sér um þáttinn.

Hann segir skemmtilega sögu af Joaquin sem átti það til að kveikja sér í einni sígarettu inn í búningsklefa.

,,Þetta er frábær karakter og það var alltaf líf og fjör í kringum hann. Það var alveg skap í honum, þetta er hálfgerður götustrákur úr Sevilla,“ sagði Jói Kalli.

,,Hann var með frábæra hæfileika. Ég man eftir einu skemmtilegu atviki á æfingu þar sem mönnum lenti eitthvað saman og hann strunsar inn á undan öllum og fer í sturtu.“

,,Svo man ég eftir því að þegar ég kom labbandi inn í klefann og ætlaði sjálfur í sturtu þá stendur hann þar án klæða eins og menn gera en hann var með sígarettu í kjaftinum. Hann var eitthvað agalega pirraður.“

,,Á þessum tíma voru fullt af leikmönnum sem reyktu og fóru inn á klósett. Maður sá bara reykinn koma út af klósettinu. Hann þurfti að slaka og fékk sér eina sígarettu eftir æfingu.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“