fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433

Gunnar Guðmundsson tekinn við Þrótti

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. október 2019 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs karla hjá Þrótti og gildir samningurinn út keppnistímabilið 2022.

Gunnar hefur áður þjálfað lið HK sem hann fór með í efstu deild, Landsbankadeildina, árið 2006 og einnig lið Selfoss og Gróttu í 1.deildinni en hann á að baki yfir 170 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins sem aðalþjálfari.

Hann var á síðasta keppnistímabili aðstoðarþjálfari liðs Grindavíkur í Pepsi Max deildinni. Gunnar hefur jafnframt verið landsliðsþjálfari U16 ára og U17 ára liðanna og stýrði hann m.a. U17 ára liðinu í úrslitakeppni EM árið 2012 en í því liði var einmitt einn núverandi leikmaður Þróttar, Daði Bergsson.

Aðilar eru sammála þeirri stefnu knattspyrnudeildar Þróttar að byggja lið til framtíðar á ungum uppöldum leikmönnum félagsins í bland við leikmenn sem miðla munu reynslu í þeim verkefnum sem framundan eru.

Þróttur bíður Gunnar velkominn í Laugardalinn og lítum við björtum augum til farsæls samstarfs á komandi tímabilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu