fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

 „Það var sárt“ – Kristinn rifjar upp erfitt augnablik hjá KR

433
Fimmtudaginn 17. október 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Kjærnested, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar KR, er að hætta eftir tuttugu ára stjórnarsetu. Óhætt er að segja að Kristinn hafi lifað tímanna tvenna í Vesturbænum og gengið í gegnum súrt og sætt eins og gengur og gerist á löngum ferli.

Kristinn er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hann ræðir tímann sem formaður knattspyrnudeildar KR. KR liðið hefur verið sigursælt undanfarin ár, en á þeim tuttugu árum sem hann var í stjórn KR – og rúm 10 ár sem formaður – varð karlaliðið 7 sinnum Íslandsmeistari og 5 sinnum bikarmeistari. Kristinn segir að eitt hafi verið sérstaklega sárt á öllum þessum árum.

„Ég tók það inn á mig þegar stelpurnar okkar féllu hér um árið. Það var sárt. Maður hefur eiginlega verið viðkvæmastur fyrir umræðunni um stelpurnar – að við séum ekki að gera nóg. Þar erum við að gera okkar besta. Skoðanir á því sem við erum að gera eru alltaf miklar og það verður alltaf þannig í KR. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. En þessir frábæru einstaklingar sem hafa verið og eru áfram hafa alltaf sett KR í fyrsta sætið – ég fullyrði það.“

Hér má lesa viðtalið við Kristinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga