fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Vann HM en hefur aldrei upplifað verri tíma: ,,Hafði áhrif á sambandið við eiginmanninn“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. október 2019 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carli Lloyd, leikmaður bandaríska landsliðsins, hataði HM í sumar en hún var hluti af sigurliðinu.

Lloyd tók þátt í öllum leikjum Bandaríkjanna en hún var mest megnis varamaður og spilaði ekki lykilhlutverk.

Hún hataði þetta minna hlutverk eftir að hafa skorað sex mörk árið 2015 er Bandaríkin unnu HM þá.

,,Ég ætla ekki að ljúga og reyna að fela þetta. Þetta var versti tími lífs míns. Þetta hafði áhrif á samband mitt við eiginmanninn og vini,“ sagði Lloyd sem er 37 ára gömul.

,,Þetta var botninn á mínum ferli en þrátt fyrir það þá sérðu alltaf ljósið. Ég get sagt það að ég skemmti mér meira í dag en nokkurn tímann á ferlinum.“

,,Ég tel að ég hafi lært mikið af þessu. Ég átti skilið að fá að spila á þessu móti en það gerðist ekki. Ég hef þroskast sem manneskja, sem leikmaður. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli