fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Vill hætta við mikilvægasta leik Íslands í mótmælaskyni – ,,Við verðum að sýna svolitla siðferðilega festu einstaka sinnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. október 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Illugi Jökulssin birti í dag grein á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um íslenska karlalandsliðið.

Illugi er þó meira að fjalla um Tyrkland en það er andstæðingur Íslands í undankeppni EM eftir mánuð.

Ísland spilar þá gríðarlega mikilvæga leik gegn Tyrkjum sem hefur líklega allt að segja um hver fer í lokakeppni EM.

Illugi vill þó að Íslamd neiti að mæta í þann leik í mótmælaskyni og kemur sínum skoðunum fram.

,,Tyrkir hafa gert innrás í nágrannaríki sitt Sýrland og drepa þar Kúrda eins og þeim sýnist, þar á meðal óbreytta borgara. Við Íslendingar erum að fara að keppa við Tyrki í fótbolta eftir mánuð,“ skrifar Illugi.

,,Við eigum skilyrðislaust að hætta við þann leik í mótmælaskyni við framferði Tyrkja, þótt það kunni að kosta okkur sæti á EM 2020.“

,,Við verðum að sýna svolitla siðferðilega festu einstaka sinnum. Menn segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Það er stundum rétt, en í fyrsta lagi, þá er árásarstríð ekki „stjórnmál“.“

,,Og í öðru lagi hafa tyrknesku fótboltamennirnir sjálfir tekið af skarið með þessu ljóta uppátæki í leik í fyrradag þegar þeir sýndu samstöðu með árásarsveitum landa sinna rétt í þann mund að þær voru að drepa fólk í Sýrlandi.“

Það eru þó litlar sem engar líkur á að Ísland mæti ekki í þann leik en Illugi fær mörg viðbrögð við færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Í gær

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Í gær

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum