Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, þarf allt að tíu félagaskiptaglugga til laga vandræði félagsins.
Þetta segir Mark Robins, fyrrum leikmaður United, en Solskjær hefur fengið tvo glugga hingað til.
Gengi United hefur þó ekki verið sannfærandi á tímabilinu og segir Robins að það sé eðlilegt.
,,Ég myndi elska það að sjá Ole fá tímann til að byggja upp því þetta virkar ekki i einum glugga,“ sagði Robins.
,,Hann þarf sex, sjö, átta, níu… Tíu glugga. Yfirleitt þá færðu ekki svo langan tíma.“