Kylian Mbappe, landsliðsmaður Frakklands, elskar landsliðsþjálfara sinn Didier Deschamps.
Mbappe rifjar upp þegar Deschamps valdi hann í landsliðið er hann spilaði ekkert með Monaco því hann var á leið til Paris Saint-Germain.
Mbappe er meiddur þessa stundina og gat ekki spilað í 1-0 sigri á Íslandi á föstudaginn.
,,Það að hann hafi valið mig þegar ég er ekki að spila – fyrir leikmann þá vitiði ekki hversu þýðingarmikið það er,“ sagði Mbappe.
,,Þetta er merki, mjög skýrt merki. Þetta sýnir fram á traust sem er ekki hægt að verðsetja.“
,,Ég veit að stjórinn trúir á mig og treystir mér. Um leið og ég fann fyrir þessu þá leið mér eins og ég myndi deyja fyrir hann á vellinum. Ef hann segir mér að spila í marki þá geri ég það.“