Knattspyrnugoðsögnin Petr Cech lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð en hann spilaði þá með Arsenal.
Cech gerði helst garðinn frægan með Chelsea og vann ófáa titla er hann var hjá félaginu.
Cech ákvað á dögunum að skrifa undir samning við Guldford Phoenix en það er íshokkílið.
Tékkinn er mikill aðdáandi íþróttarinnar og líkt og í knattspyrnu þá er hann markmaður.
Cech var valinn maður leiksins í sínum fyrsta leik en hann varði tvö vítaskot í leik sem Guildford vann í vítakeppni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en það var svo Cech sem reyndist hetjan í vítakeppninni.